Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands hefur langa reynslu af hámörkun og eftirliti með ferlum, bæði með hefðbundnum (eðlisefnafræðilegum, örverufræðilegum greiningum osfrv.) og nýrri litrófsgæðagreiningaraðferðum (TD-NMR, NIR, fjölrófsmyndgreining osfrv.), og þróun litrófsspátækni sem eiga við vinnslu matvæla.
Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands hefur langa reynslu af hámörkun og eftirliti með ferlum, bæði með hefðbundnum (eðlisefnafræðilegum, örverufræðilegum greiningum osfrv.) og nýrri litrófsgæðagreiningaraðferðum (TD-NMR, NIR, fjölrófsmyndgreining osfrv.), og þróun litrófsspátækni sem eiga við vinnslu matvæla.
Háskóli Íslands mun leggja sitt af mörkum til verkefnisins með eðlisefnafræðilegum og örverufræðilegum greiningum á vinnsluvatnsstraumum til að meta gæði og magn verðmætra innihaldsefna sem hægt er að nota til nýrrar vöruþróunar og virðisauka við vinnsluna, sérstaklega í fiskeldi á sjó og landi. Háskólinn mun einnig leggja mat á tæknilega og efnahagslega hagkvæmni og lífsferilsgreiningu á tilheyrandi virðiskeðjum. Eins og er tekur Háskóli Íslands þátt í 40 Horizon 2020 verkefnum, þar af eru 10 undir stjórn HÍ (Uol).
Matís og háskóli Íslands, sjá um nokkra framhaldsnema og eiga öflugt samstarf við EIT Food áætlunina, sem er mjög skilvirkur farvegur fyrir þjálfun og þekkingarsköpun fyrir unga vísindamenn og frumkvöðla. Að minnsta kosti einn doktorsnemi frá Háskólanum mun einnig leggja sitt af mörkum til verkefnisins.