shutterstock_633215759

Meginmarkmið

Meginmarkmið AccelWater verkefnisins er að hámarka nýtingu á ferskvatni í matvælaiðnaði með notkun á vatns-úrgangs-orku samvægi með því að koma á framfæri nýstárlegri endurheimtun og endurnotkun vatns og gervigreind sem gerir kleift að fylgjast með og stjórna tækni sem mun leyfa notkun á endurunnu frárennslisvatni í framleiðslu á mat og drykkjum. Að sama skapi mun það auka úrgangs og orku endurheimtun, hagræðingu og stjórnun, og þar af leiðandi mun það leiða til aukinnar umhverfislegrar sjálfbærni, sparnaðar og þróunar á virðisaukandi afurðum og virðiskeðjum gegnum betri hráefnis nýtingu.

Verkefnarammi

Rammi AccelWater mun samanstanda af 4 stoðum (vatni, úrgang, orku, og gervigreind sem leyfir eftirfylgni og stjórnun), og mun áherslan vera á svæði innan matvælaiðnaðarins sem hefur mikla vatnsnotkun og framleiða mikið notaðar vörur. AccelWater mun vinna að ölgerðum, mjólkurvörum, tómötum, vinnslu á svínakjöti, og fiskiðnaði víðsvegar um Evrópu. Þessar atvinnugreinar eru meðal þeirra virkustu innan matvælaiðnaðarins, og nota mest af vatni á iðnaðarsvæðum.

shutterstock_603917636

AccelWater markmið

Markmið #1

Þróa, innleiða og sýna fram á tækni til endurheimtunar og endurnotkunar á vatni

Markmið #2

Þróa, innleiða og sýna fram á tækni til að meta úrgangsmöguleika

Markmið #3

Þróa, innleiða og sýna fram á tækni til endurheimtunar og endurnotkunar á orku

Markmið #4

Þróa, innleiða og sýna fram á nútíma ICT lausnum til að hámarka framleiðslu matvæla með áherslu á vatn og umhverfissjálfbærni

Markmið #5

Koma á fót vatns-úrgang-orku samvægi fyrir hringlaga hagkerfi og umhverfismat

Markmið #6

Endurtaka/innleiða aðferðarfræðina á sem flesta staði með auknu fjármagni til að auka áhrif verkefnisins

Markmið #7

Þjálfa núverandi og næstu kynslóð starfsmanna í vatns-úrgangs-orku samvægi