AGENSO er nýsköpunar fyrirtæki með teymi af metnaðarfullu og hæfu fólki með mikla reyslu í rannsóknum í háskólum og Evrópuverkefnum. AGENSO er fyrirtæki sem búið var til af öflugu teymdi frá Landbúnaraháskólanum í Aþenu sem hafði það meginmarkmið að nýta rannsóknarhugmyndir og vörur sem voru framleiddar eftir margra ára þáttöku í Evrópuverkefnum og innanlandsverkefnum.
AGENSO er nýsköpunar fyrirtæki með teymi af metnaðarfullu og hæfu fólki með mikla reyslu í rannsóknum í háskólum og Evrópuverkefnum. AGENSO er fyrirtæki sem búið var til af öflugu teymdi frá Landbúnaraháskólanum í Aþenu sem hafði það meginmarkmið að nýta rannsóknarhugmyndir og vörur sem voru framleiddar eftir margra ára þáttöku í Evrópuverkefnum og innanlandsverkefnum.
Fólkið okkar er með meistaragráður og doktorsgráður í landbúnaðarverkfræði, upplýsingatækni og umhverfisstjórnun og hefur starfsreynslu hjá ýmsum rannsóknarstofnunum og háskólum (þ.e. Center of Research and Technology, Hellas (CERTH), Agricultural University of Athens (AUA) Center for Renewable Energy Sources and Saving (CRES)). Sérfræðiþekking teymisins spannar þjónustu og upplýsingatæknilausnir fyrir landbúnað og umhverfi og sérhæfir sig í kynningu á rannsóknum og þjónustu á sviði sjálfbærrar landbúnaðarframleiðslu, umhverfisbærni og háþróaðrar tækni fyrir áðurnefndar greinar. Starfsfólk AGENSOS hefur tekið þátt í yfir 40 rannsóknarverkefnum í Evrópu og á landsvísu (FP7, Horizon 2020, ERANET ICT-AGRI, og Future Internet Accelerators) og hefur náin tengsl við landbúnaðinn, samtök bænda og rannsóknarstofnanir hvað varðar utanaðkomandi þjónustu og flutningstækni. AGENSO tekur nú þátt í 11 Horizon 2020 verkefnum, 5 ICT-AGRI verkefnum og 8 innlendum verkefnum til að þróa ICT (upplýsingatækni) lausnir og hugbúnað fyrir landbúnaðar- og umhverfissvið. Ennfremur inniheldur ferilskrá AGENSO þróun á landbúnaðarvélmenni og ýmis hugbúnaðarforrit. Það býður einnig upp á Precision Agriculture þjónustu við einstaka bændur og samvinnufélög. AGENSO hefur mikla reynslu af þróun vatnsbúskapar og nákvæmar landbúnaðarlausnir og fær stuðning við ákvarðanatöku gegnum viðtæk forrit fyrir öflugri búskap og vatnsstjórnun á sjálfbæran og umhverfisvænan hátt.
Lykilhlutverk í verkefninu
AGENSO mun sjá um all skipulagningu á verkpakka 2 í AccelWater verkefninu (VP2). Ennfremur mun AGENSO leiða VP10 sem snýst að miðlun verkefnaárangursins þar sem AccelWater þekkingarvettvangurinn verður þróaður ásamt rafrænum námsþáttum. Að auki mun AGENSO sjá um þróun AccelWater gagnageymslu og forritunarviðmóts. Að lokum mun AGENSO gegna minni háttar hlutverki hjá öðrum vinnupökkum og verkefnum fyrir rétta eftirfylgni og framkvæmd verkefnisins.