Til að skoða stefnumótandi áhrif af AccelWater verkefninu verðum við samtímis að skoða þróun í vatnsnotkun og endurheimtun, úrgangsstjórnun iðnaðar, endurnýtingu orku, stafrænum iðnaði, umhverfisáskoranir og félags- og efnahagslegum þáttum.
Víðtæk innleiðing af samþættum lausnum fyrir matvælaiðnaðinn, mun bæta verulega stjórnun auðlinda til vinnslu matvæla og greiða leið fyrir þróun sjálfbærs og skilvirkara framleiðslukerfis í matvælaiðnaðinum. AccelWater mun skila ramma utan um vatn-úrgangs-orku samvægi fyrir skilvirka framleiðslu á mat og drykkjum og mun styrkja Evrópskan matvælaiðnað með samþættum tæknilausnum. Það mun hjálpa iðnaðinum við að skila öruggum, hágæða vörum og lágmarka áhrifin á náttúruauðlindir (með því að draga úr notkun ferskvatns og auka hráefnisnýtingu), draga úr loftslagsbreytingum (með því að draga úr orkunotkun jarðefnaeldsneytis með endurnotkun á orku) og þróa aðra virðisaukandi strauma (með verðmætismöguleikum á úrgangi).
AccelWater mælir með nálgun sem -ef innleitt er víða – mun breyta núverandi matvælaiðnaði og flýta fyrir því að iðnvæða auðlindir með endurheimtunar tækni (vatn, orku, úrgangsefni) í tengslum við snjallt og nákvæmt eftirlit, stjórnun og hugsanlegri framtíðareftirspurn. Núverandi fjárfestingar í endurnýtingu á auðlindum er aðeins brot af mögulegum fjárfestingum og mörg fjárhagslegar, hagnýtar og reglugerðar aðgerðir eru ekki í samræmi og hindra matvælaiðnaðinn í að innleiða lausnir á stærri skala. Undir þessum ramma getur AccelWater komið með breytta hugmyndafræði sem gerir iðnaðinn kleyft að fara framúr hefðbundni nálgun í matvælaiðnaðinum, sem hefur takmarkaða endurnýtingartækni.
Þessi hefðbundna nálgun hefur ekki áhrif á grundvallarstarfsemi matvælaiðnaðarins eins og tíðkast. Hún nálgar endurheimtunartækni sem viðbót en ekki umbreytingartækifæri sem hún í eðli sínu hefur.