Áhrif stefnumótunar

Til að skoða stefnumótandi áhrif af AccelWater verkefninu verðum við samtímis að skoða þróun í vatnsnotkun og endurheimtun, úrgangsstjórnun iðnaðar, endurnýtingu orku, stafrænum iðnaði, umhverfisáskoranir og félags- og efnahagslegum þáttum.

Víðtæk innleiðing af samþættum lausnum fyrir matvælaiðnaðinn, mun bæta verulega stjórnun auðlinda til vinnslu matvæla og greiða leið fyrir þróun sjálfbærs og skilvirkara framleiðslukerfis í matvælaiðnaðinum. AccelWater mun skila ramma utan um vatn-úrgangs-orku samvægi fyrir skilvirka framleiðslu á mat og drykkjum og mun styrkja Evrópskan matvælaiðnað með samþættum tæknilausnum. Það mun hjálpa iðnaðinum við að skila öruggum, hágæða vörum og lágmarka áhrifin á náttúruauðlindir (með því að draga úr notkun ferskvatns og auka hráefnisnýtingu), draga úr loftslagsbreytingum (með því að draga úr orkunotkun jarðefnaeldsneytis með endurnotkun á orku) og þróa aðra virðisaukandi strauma (með verðmætismöguleikum á úrgangi).

AccelWater mælir með nálgun sem -ef innleitt er víða – mun breyta núverandi matvælaiðnaði og flýta fyrir því að iðnvæða auðlindir með endurheimtunar tækni (vatn, orku, úrgangsefni) í tengslum við snjallt og nákvæmt eftirlit, stjórnun og hugsanlegri framtíðareftirspurn. Núverandi fjárfestingar í endurnýtingu á auðlindum er aðeins brot af mögulegum fjárfestingum og mörg fjárhagslegar, hagnýtar og reglugerðar aðgerðir eru ekki í samræmi og hindra matvælaiðnaðinn í að innleiða lausnir á stærri skala. Undir þessum ramma getur AccelWater komið með breytta hugmyndafræði sem gerir iðnaðinn kleyft að fara framúr hefðbundni nálgun í matvælaiðnaðinum, sem hefur takmarkaða endurnýtingartækni.

Þessi hefðbundna nálgun hefur ekki áhrif á grundvallarstarfsemi matvælaiðnaðarins eins og tíðkast. Hún nálgar endurheimtunartækni sem viðbót en ekki umbreytingartækifæri sem hún í eðli sínu hefur.

AccelWater mun leggja fram væntanleg áhrif samkvæmt vinnuáætluninni. Áhrifin verða vöktuð og mæld útfrá sérhæfðum megindlegum og/eða eigindlegum vísum, sem hluti af áætlun um eftirlit af árangri verkefnisins.

Væntanleg áhrif

Verulegur samdráttur í núverandi notkun ferskvatnsauðlinda

AccelWater leggur til hringlaga nálgun vatnsnotkunar til framleiðslu matvæla, miðað við að hægt sé að endurnýta hinar ýmsu tegundir vatnsgæða í iðnaðinum og kanna aðrar mögulegar vatnsauðlindir (endurunnið vatn og andrúmsloft) til notkunar. Til að ná þessu mun AccelWater nýta sér aðrar vatnsauðlindir, svo sem vatn í gasfasa í vinnslulínum eða regnvatn ásamt hreinsunartækni. Þar að auki, með því að nota gervigreindar eftirlitstækni, verður fylgst með ýmsum gerðum vatns til að tryggja að magn mengunarefna sé í samræmi við ýmsar stefnur sem ná til vatnsnotkunar í matvælaiðnaði. Mismunandi notkunarmöguleikar verða fyrir mismunandi tegundir vatns framleiddar og verður því veruleg lækkun í ferskvatnsnotkun náð.

Mikilvæg skref í átt að núll losun (e. zero discharge) með lokuðum kerfum í iðnaðarferlum

Í AccelWater verkefninu verður margvísleg vatnsendurnotkunartækni þróuð sem mun hjálpa til við að hámarka stjórnun á vatnsnotkun við umbreytinguna í matvælaiðnaðinum. Nánar tiltekið verður meðhöndlunartækni fyrir frárennslisvatn ásamt notkun endurheimtartækni og gervigreindar ákvörðunarstuðningskerfi notað til að besta ekki einungis vatnsnotkun og endurnýtingu þess heldur frárennslisvatnið einnig og þar af leiðandi stuðla að núll losun. Þessari tækni verður beitt í sameiningu hvert við annað í samræmi við sérþarfir hvers aðila, ekki aðeins í aðalframleiðslulínunum heldur í nýþróuðu og/eða yfir mismunandi fyrirtæki með tvíhliða samningum. Þannig verður umhverfisspor matvælafyrirtækja lægra á meðan kostnaður við vatnsnotkun í iðnaðarskyni lækkar sem og hjálpar þeim að vera samkeppnishæfari og sjálfbærari.

Veruleg aukning í endurheimtum á vatni, orku og/eða efnum og hráefni.

Í AccelWater verkefninu verður þróuð nýstárleg tækni til að hámarka framleiðslu matvæla. Þessi tækni mun fjalla um ýmsa þætti framleiðslunnar. Nánar tiltekið verður tækni til endurheimtunar og endurnotkunar á vatni (regvatnssöfnun, himnusíun, himnutækni og önnur líffræðileg meðferð, hitameðferð, sótthreinsun meðhöndlaðs frárennslisvatns, loftrakaþétting og útfjólubláir geislar) notað til að auka endurheimt vatns og einnig að auka skilvirkni í vatnsnotkun iðnaðarins. Ennfremur, meðal fjórra aðila verkefnisins verður notuð nýjungartækni, svo sem notkun hitakerfis, bættar gufuskiljur, vinnslueftirlit, gufuþéttir, frásogskælir, varmadælur, hitavatnsgeymsla, hitadreifikerfi, varmarafall, orkuendurnýting gegnum loftfirrða meltun, og þurrkun og hitameðferðarkerfi til að endurheimta orku fyrir heilar framleiðslulínur til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga og draga úr kolefnisspori. Meðan á framleiðsluferlunum stendur, verða þróaðar nýstárlegar aðferðir við möguleika á notkun úrgangs til framleiðslu á virðisaukandi vörum og hjálpa þannig að auka hagnað þeirra. Ofan á það bætast snjall vöktunar- og stjórnunarkerfi sem byggja á nýstárlegri UT tækni eins og stórgagnagreiningu, gervigreind og árstíðabundinni spá um hráefnisframboð og eftirspurn eftir vörum til að hámarka framleiðslulínurnar ásamt meðhöndlun á frárennslisvatni, ferskvatni, orku og hráefnisnotkun.

Aukning auðlinda og vatnsnýtingar um 30 % miðað við nýjustu tækni (e. state of the art)

AccelWater mun stuðla að heildrænu kerfi til að auka skilvirkni vatns og auðlinda við umbreytingu matvæla. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að notkun einnar tækni geti náð takmarkaðri aukningu að meðaltali 25%. Hinsvegar með heildrænni nálgun getur þessi tala aukist enn meira. Í AccelWater verkefninu verður mismunandi tækni notuð sameiginlega til að ná fram aukningu í nýtingu auðlinda og vatns um meira en 30% miðað við núverandi tækni. Kjarninn í þessari heildrænu nálgun verður AccelWater vettvangurinn sem byggir á gervigreind og stórgagnagreiningu og verður notaður sem stjórnandi í framleiðslulínum hvers aðila.

Árangursrík miðlun af helstu nýsköpunar útkomum til núverandi og næstu kynslóðar starfsmanna, með þróun upplýsingaefnis með sveigjanlegu notagildi.

AccelWater mun safna upplýsingum um indranir, starfsvenjur og kynningarmál úr viðeigandi skýrslum, átaksverkefnum og öðrum verkefnum. AccelWater mun bera kennsl á núverandi áskoranir hjá verkefnum tengdum hringlaga hagkerfi og leggja fram ráðleggingar og lausnir til við lagalegum, félagslegum og efnahagslegum hrindrunum. Það felur í sér samskiptum við nýsköpunarsamningum sem vinna að viðeigandi efni. Verkefnið mun sýna fram á að samþætta ferlið skili sér í endurunnu vatni, uppfylli kröfur strangrar löggjafar um endurnýtingu vatns, sem gerir kleyft að hrinda framkvæmd endurvinnsluháttum fyrir vatn á iðnaðarsvæðum matvæla af stað. AccelWater mun leggja sitt af mörkum við fjórar af forgangsröðun EIP fyrir vatn: „endurnotkun og endurnýting vatns“, „meðhöndlun vatns og frárennslisvatns, þar með talin endurheimt auðlinda“, „samband vatns-úrgangs-orku samvægi“ og „vistkerfisþjónusta“. Helstu niðurstöður verða kynntar í matrixu og deilt með öllum samstarfsaðilum, nýjum aðilum og helstu borgum Evrópu. Nokkrar stjórnmálaumræður og núverandi tilskipanir eru skoðaðar innan AccelWater: Vegvísir að auðlindahagkvæmri Evrópu, loka lykkjunni – Aðgerðaráætlun ESB fyrir hringlaga hagkerfi, vatnsskortur og þurrkur, rammatilskipun vatns, tilskipun um frárennslisvatn í þéttbýli, tilskipun drykkjarvatns, rannsókn til stuðnings endurskoðunar á tilskipun ESB um neysluvatn. Ennfremur hafa allir aðilar hagnýt og áberandi inngrip varðandi hringlaga hagkerfi og meðhöndlun vatns/frárennslisvatns; þau endurspegla framúrskarandi vettvangs í fræðslu og vísindaskyni. Auk 5-6 fyrirhugaðra doktorsritgerða, miðlun í viðskiptablöð, viðskiptastefnum, og ráðstefnum, er AccelWater opið fyrir vísindalegar umsóknir um allan heim. Nemendum er sérstaklega boðið að læra af starfsemi AccelWater og auðga verkefnið. Að lokum verða allar þessar upplýsingar aðgengilegar í gegnum þekkingarvettvang AccelWater og námsefni til að þjálfa núverandi og næstu kynslóð starfsmanna í matvælaiðnaðinum.

Sýna fram á umhverfisábata í nákvæmum tölum og vegið gegn ESB- og heimsumhverfissporum

AccelWater miðar að því að innleiða hugmyndafræði fyrir umhverfisvæna framleiðslu í matvælaiðnaði með því að minnka umhverfisfótspor með vatns-úrgangs-orku samvægi. Til að gera þetta mun AccelWater setja fram mælanlegan ávinning sem mun leiða til meiri innleiðingar frá hinum fyrirtækjunum líka. Sérstaklega mun AccelWater uppskera meira en 1000 m3 af regnvatni í iðnaðarsvæðinu sem mun draga úr notkun ferskvatns um meira en 10.000 m3 á hvern aðila á meðan verkefninu stendur. Þetta er meira en 30% af núverandi vatnsnotkun. Ennfremur verður meira en 10.000 kg af úrgangi nýtt og meira en 1 GWst afl framleitt með endurorkunotkunartækni. Allur fyrrnefndur ávinningur mun leiða til umhverfisvænni framleiðslu miðað við núverandi þróun í framleiðslu matvæla.

Möguleikar á endurtekningu ættu að verða metnir

AccelWater mun fara yfir fjármögnun á starfsemi hringlaga hagkerfisins með núverandi fjármögnunartækjum á svæðisbundnum, innlendum og evrópskum vettvangi og mun að lokum leggja til viðeigandi breytingar. Með því að taka tillit til hringlaga hagkerfis á öllum stigum starfseminnar mun AccelWater kanna núverandi eða önnur möguleg fjármögnunarlíkön (svo sem græna sjóði, fjöldafjármögnun, siðferðilega bankastarfsemi osfrv.) og mun að lokum skapa nýjar tegundir slíkra líkana sem greiða leið fyrir framtíðarstarfsemi hringlaga hagkerfis. Fyrir nýkomna aðila verða fjármögnunarkostir og fjármögnunaráætlanir gerðar í samræmi við sérstaka stöðu þeirra sem hefur í för með sér skrá yfir valkosti fyrir aðra áhugaverða staði/svæði. Aðlagað viðskiptalíkan verður útfært, miðað við hindranir sem hafa verið fundnar og nær yfir alla þjónustukeðjuna fyrir vatn-orku-matvæli með nálgun sem hentar hlutdeildarhagkerfi. Viðskiptaáætlun mun fjalla um hefðbundna verkferlahönnun, innleiðingu, rekstur/viðhald lausnarinnar og hagnýtingu af auka þjónustu sem myndast. Nokkur líkön (Build Operate Transfer(BOT) eða design-build-finance-operate (DBFO)) munu verða könnuð á vinnustofum með viðeigandi hagsmunaaðilum.